Man ekki eftir öðrum eins forföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 12:25 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Vísir/Egill Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Sjá meira
5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Sjá meira