Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:37 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. vísir Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður. Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður.
Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira