Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:54 Flugfélagið Niceair mun fljúga frá Akureyri til útlanda. Niceair Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu. Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu.
Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira