Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:54 Flugfélagið Niceair mun fljúga frá Akureyri til útlanda. Niceair Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu. Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu.
Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira