Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 10:40 Konur á gangi í Roj-búðunum í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið tugum þúsunda erlendra ISIS-liða og fjölskyldum þeirra í nokkur ár og segja að ábyrgðin eigi ekki eingöngu að vera á þeirra höndum. AP/Baderkhan Ahmad Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. Þarna er einnig fólk frá Sýrlandi og Írak sem hefur í engin hús að venda. Öryggisástandið í þessum búðum fer sífellt versnandi og koma deilur reglulega upp milli fólks sem heldur enn fast í gildi ISIS og annarra sem eru hættir að fylgja þeim. Kúrdarnir og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces segja nú að búðirnar og fangelsin séu ein helsta uppspretta óreiðu á svæðinu. Efnahagsleg vandræði og ógn frá ISIS-liðum sem ganga lausir ýta undir vandræði á svæðinu. Benda má á umfangsmikla árás á fangelsi á svæðinu í janúar þar sem 121 úr öryggissveitum SDF féllu í átökum við ISIS-liða og það tók nærri því tvær vikur að ná tökum á ástandinu. Ekki eingöngu vandamál þeirra Vegna ástandsins eru Kúrdar að endurvekja áköll til ríkja heimsins varðandi það að taka við þegnum sínum aftur. „Við eigum í miklu basli,“ sagði Mazloum Abdi, yfirmaður SDF við AP fréttaveituna. Hann sagði vandamálið ekki eiga að vera einungis á höndum SDF. Þetta væri vandamál allra og alþjóðasamfélagið þyrfti að koma þeim til aðstoðar. Í einum búðunum, sem kallast al-Hol, búa um 56 þúsund manns. Öryggisástandið þar hefur lengi verið mjög slæmt og mannúðarástandið einnig. Konur hafa lengi verið myrtar fyrir að hætta að fylgja gildum ISIS eða fylgja þeim ekki nógu vel, að annarra kvenna mati. Reynt er að halda þessum hópum kvenna aðskildum en AP segir að reglulega komi til átaka milli þeirra. Þá segja Kúrdar að glæpastarfsemi sé að aukast í búðunum og að ISIS-liðar séu virkir í þeim. Börn skotin Mannréttindasamtökin Amnesty International vöktu athygli á því í síðustu viku að minnst eitt barn hafði dáið og fleiri særst þegar til skothríðar kom í al-Hol búðunum. Þá voru það öryggissveitir sem skutu á fólkið. Samtökin sögðu dauða barnsins til áminningar um þær hræðilegu aðstæður sem tugir þúsunda barna hafa búið við um árabil. Skammarlegt aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins gagnvart þessum börnum hefði miklar afleiðingar. „Ríki með borgara í al-Hol þurfa að grípa til aðgerða til að binda enda á þann hrylling sem þau upplifa þar og taka á móti þessum tugum þúsundum barna sem þar búa. Ríkisstjórnir verða að hætta að hunsa alþjóðleg mannréttindi þeirra og viðhalda rétti hvers barns,“ sagði í yfirlýsingu Amnesty í síðustu viku. Mikill fjöldi barna er í búðum fyrir erlenda vígamenn í Sýrlandi og eru aðstæður þar mjög slæmar.Ap/Baderkhan Ahmad „Börnin mín þurfa eðlilegt líf“ Blaðamaður AP ræddi við Zakia Kachar, sem býr í Roj-búðum en þær eru nokkuð minni en al-Hol. Hún þurfti nýverið að flýja tjald sitt í búðunum eftir að aðrar konur ætluðu sér að bana henni. Áður þann dag hafði Kachar rifist við aðrar konur sem veittust að henni fyrir að vera með farða. Ein kvennanna beit Kachar sem varði sig með því að slá konuna utan undir. Seinna um nóttina kom hópur kvenna að tjaldi hennar og flúði hún með börnum sínum. Kachar er bæði með ríkisborgararétt í Serbíu og Þýskalandi. Hún fylgdi eiginmanni sínum frá Stuttgart í Þýskalandi til Sýrlands árið 2015, til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún fangi í Roj-búðunum með fimm börnum sínum, sem eru sex til sextán ára gömul. „Ég vil fara heim, þetta er orðið nóg,“ sagði Kachar. „Börnin mín þurfa eðlilegt líf.“ Einnig var rætt við Abrar Muhammed, 36 ára mann með sænskan ríkisborgararétt sem gekk til liðs við Íslamska ríkið. Svíar hafa nýverið tekið við nokkrum konum frá Sýrlandi og Muhammed telur eiginkonu sína eina af þeim. Þau hafa ekki sést frá því þau voru handsömuð af SDF-liðum árið 2019. Þá flúðu þau frá ISIS nokkrum mánuðum áður en síðasta vígi kalífadæmisins féll í hendur SDF. Muhammed sagðist vilja fara aftur til Svíþjóðar og mæta dómskerfinu þar. Erfitt að sanna aðild að hryðjuverkasamtökum Það er þó ekki að ástæðulausu að erfiðlega hefur gengið að fá forsvarsmenn heimaríkja ISIS-liða til að taka við þeim aftur. Í gegnum árin hefur það sýnt sig að það getur reynst erfitt að rétta yfir þessu fólki. Í flestum tilfellum hefur þeim ekki verið ólöglegt að ferðast til Sýrlands eða Íraks og erfitt getur reynst að sanna fyrir dómi að menn hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Sýrland Mannréttindi Þýskaland Svíþjóð Tengdar fréttir Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. 5. febrúar 2022 07:00 ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25 Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Þarna er einnig fólk frá Sýrlandi og Írak sem hefur í engin hús að venda. Öryggisástandið í þessum búðum fer sífellt versnandi og koma deilur reglulega upp milli fólks sem heldur enn fast í gildi ISIS og annarra sem eru hættir að fylgja þeim. Kúrdarnir og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces segja nú að búðirnar og fangelsin séu ein helsta uppspretta óreiðu á svæðinu. Efnahagsleg vandræði og ógn frá ISIS-liðum sem ganga lausir ýta undir vandræði á svæðinu. Benda má á umfangsmikla árás á fangelsi á svæðinu í janúar þar sem 121 úr öryggissveitum SDF féllu í átökum við ISIS-liða og það tók nærri því tvær vikur að ná tökum á ástandinu. Ekki eingöngu vandamál þeirra Vegna ástandsins eru Kúrdar að endurvekja áköll til ríkja heimsins varðandi það að taka við þegnum sínum aftur. „Við eigum í miklu basli,“ sagði Mazloum Abdi, yfirmaður SDF við AP fréttaveituna. Hann sagði vandamálið ekki eiga að vera einungis á höndum SDF. Þetta væri vandamál allra og alþjóðasamfélagið þyrfti að koma þeim til aðstoðar. Í einum búðunum, sem kallast al-Hol, búa um 56 þúsund manns. Öryggisástandið þar hefur lengi verið mjög slæmt og mannúðarástandið einnig. Konur hafa lengi verið myrtar fyrir að hætta að fylgja gildum ISIS eða fylgja þeim ekki nógu vel, að annarra kvenna mati. Reynt er að halda þessum hópum kvenna aðskildum en AP segir að reglulega komi til átaka milli þeirra. Þá segja Kúrdar að glæpastarfsemi sé að aukast í búðunum og að ISIS-liðar séu virkir í þeim. Börn skotin Mannréttindasamtökin Amnesty International vöktu athygli á því í síðustu viku að minnst eitt barn hafði dáið og fleiri særst þegar til skothríðar kom í al-Hol búðunum. Þá voru það öryggissveitir sem skutu á fólkið. Samtökin sögðu dauða barnsins til áminningar um þær hræðilegu aðstæður sem tugir þúsunda barna hafa búið við um árabil. Skammarlegt aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins gagnvart þessum börnum hefði miklar afleiðingar. „Ríki með borgara í al-Hol þurfa að grípa til aðgerða til að binda enda á þann hrylling sem þau upplifa þar og taka á móti þessum tugum þúsundum barna sem þar búa. Ríkisstjórnir verða að hætta að hunsa alþjóðleg mannréttindi þeirra og viðhalda rétti hvers barns,“ sagði í yfirlýsingu Amnesty í síðustu viku. Mikill fjöldi barna er í búðum fyrir erlenda vígamenn í Sýrlandi og eru aðstæður þar mjög slæmar.Ap/Baderkhan Ahmad „Börnin mín þurfa eðlilegt líf“ Blaðamaður AP ræddi við Zakia Kachar, sem býr í Roj-búðum en þær eru nokkuð minni en al-Hol. Hún þurfti nýverið að flýja tjald sitt í búðunum eftir að aðrar konur ætluðu sér að bana henni. Áður þann dag hafði Kachar rifist við aðrar konur sem veittust að henni fyrir að vera með farða. Ein kvennanna beit Kachar sem varði sig með því að slá konuna utan undir. Seinna um nóttina kom hópur kvenna að tjaldi hennar og flúði hún með börnum sínum. Kachar er bæði með ríkisborgararétt í Serbíu og Þýskalandi. Hún fylgdi eiginmanni sínum frá Stuttgart í Þýskalandi til Sýrlands árið 2015, til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún fangi í Roj-búðunum með fimm börnum sínum, sem eru sex til sextán ára gömul. „Ég vil fara heim, þetta er orðið nóg,“ sagði Kachar. „Börnin mín þurfa eðlilegt líf.“ Einnig var rætt við Abrar Muhammed, 36 ára mann með sænskan ríkisborgararétt sem gekk til liðs við Íslamska ríkið. Svíar hafa nýverið tekið við nokkrum konum frá Sýrlandi og Muhammed telur eiginkonu sína eina af þeim. Þau hafa ekki sést frá því þau voru handsömuð af SDF-liðum árið 2019. Þá flúðu þau frá ISIS nokkrum mánuðum áður en síðasta vígi kalífadæmisins féll í hendur SDF. Muhammed sagðist vilja fara aftur til Svíþjóðar og mæta dómskerfinu þar. Erfitt að sanna aðild að hryðjuverkasamtökum Það er þó ekki að ástæðulausu að erfiðlega hefur gengið að fá forsvarsmenn heimaríkja ISIS-liða til að taka við þeim aftur. Í gegnum árin hefur það sýnt sig að það getur reynst erfitt að rétta yfir þessu fólki. Í flestum tilfellum hefur þeim ekki verið ólöglegt að ferðast til Sýrlands eða Íraks og erfitt getur reynst að sanna fyrir dómi að menn hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS.
Sýrland Mannréttindi Þýskaland Svíþjóð Tengdar fréttir Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. 5. febrúar 2022 07:00 ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25 Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. 5. febrúar 2022 07:00
ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35
Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07
Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25
Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40