Erlent

Felldu leiðtoga ISIS í Sahel

Samúel Karl Ólason skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn.

Macron sagði þetta mikinn áfanga í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum í Sahel. Í tístum þar sem hann sagði frá dauða Sahrawi, tilgreindi hann ekki í hvaða landi hann hefði verið felldur.

Í frétt France24 segir að Sahrawi hafi verið felldur í drónaárás í ágúst.

Hér má sjá mynd sem Bandaríkin birtu þar sem fimm milljónum dala var heitið til þess gæti veitt upplýsingar sem leiddu til þess að Adnan Abu Walid al-Sahrawi væri handsamaður eða felldur.AP/Rewards for justice

Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum.

Frakkar hafa tekið virkan þátt í að berjast gegn þessum vígahópum. Macron tilkynnti þó í sumar að Frakkar myndu draga úr hernaðarumsvifum sínum á svæðinu á næstunni og að endingu fækka hermönnum sínum þar um helming.

Sjá einnig: Felldu alræmdan vígamann í Malí

ISIS-liðar í Sahel hafa verið sérstaklega virkir í ríkjum eins og Malí, Níger og Búrkína Fasó. Sahrawi er meðal annars sagður hafa gefið skipun um að sex franskir hjálparstarfsmenn yrðu myrtir í ágúst í fyrra.

Hann var áður meðlimur í al-Qaeda og leiddi hóp íslamista í Malí. Sá hópur rændi spænskum hjálparstarfsmönnum og erindrekum frá Alsír í Malí árið 2012.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.