Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 23:11 Brátt heyrir það sögunni til að sjúklingar í einangrun mæti í athugun hjá göngudeildinni á Birkiborg. Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sjá meira
Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sjá meira
Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41