Innlent

Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Læknavaktin og heilsugæslan munu taka við starfsemi göngudeildar Covid af Landspítalanum.
Læknavaktin og heilsugæslan munu taka við starfsemi göngudeildar Covid af Landspítalanum. Vísir/Vilhelm

Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir.

Þetta segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að á þessum tímapunkti veðri starfsemi göngudeildarinnar og fjarþjónusta símavers Landspítala dregin saman. 

„Mikið veikum einstaklingum og fólki í sérstakri áhættu verður áfram vísað til mats og meðferðar á Landspítala. Fjarþjónusta Landspítala mun áfram meta svör fólks á Heilsuveru og hvort ástæða er til vöktunar símleiðis eða skoðunar á Birkiborg á Landspítala Fossvogi,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að spítalinn muni sömuleiðis hafa eftirlit með fólki á farsóttarhótelum eins og þörf krefji. Starfsfólk heilsugæslu og Læknavaktar hafi hnökralausan aðgang að Covid-19 sérfræðingum Landspítala og heilsugæsla sinni áfram greiningu smitaðra með PCR-prófi eða hraðprófi. 

Heilsuvera verði áfram miðlæg upplýsingalind fyrir smitaða einstaklinga. Þar fái fólk upplýsingar um sýkingu, leiðbeiningar og boð um útfyllingu spurningalista á svokölluðu heilsufarsblaði eftir einkenna verði vart. 

Þá er gert ráð fyrir að endurnýjun lyfseðla fari að mestu fram á heilsugæslu. Sjúklingar geti nú haft samband á heilsuvera.is annað hvort við netspjall á ytri vef eða sent erindi á „mínar síður“. Þá megi hafa beint samband við heilsugæslutöð eða Læknavakt. 


Tengdar fréttir

Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid

Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×