Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2022 14:57 Konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng ungabarns með náttúrulegar varnir gegn HIV-veirunni. Getty Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt. Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt.
Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira