„Það svíður alveg helvíti mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Hólmar Örn Eyjólfsson (næstlengst til hægri) ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu, svekktur eftir að Ísland féll úr keppni á HM 2018. Getty/Valery Matytsin Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur í íslenska fótboltann eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann á að baki 19 A-landsleiki og var í mörg ár viðloðandi landsliðið en missti sæti sitt á ögurstundu sumarið 2016. „Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira