Innlent

Mikil­vægt að moka strax áður en allt verður grjót­hart

Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Haraldur segir útlit fyrir áframhaldandi kuldatíð og snjó.
Haraldur segir útlit fyrir áframhaldandi kuldatíð og snjó. Vísir

Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka.

Gul veðurviðvörun er áfram í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Suðausturlandi og miðhálendinu vegna hvassviðris eða storms. Klukkan sjö í fyrramálið verður einungis eftir viðvörun vegna Suðausturlands sem er í gildi til klukkan 17. 

„Hitinn rétt lufsast yfir frostmark og þetta verður hugsanlega bara slydda. Þannig að snjórinn sem núna er kominn bráðnar ekki og svo frystir bara aftur þegar þetta er búið og það er útlit fyrir kuldatíð og eitthvað meiri snjó nánast eins lagt og séð verður,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þó verði þetta líklega síðasti stormur vikunnar. Haraldur ráðleggur fólki eindregið að taka fram skófluna og moka í kvöld og hugsanlega fram eftir degi á morgun áður en það frystir aftur og snjórinn verður grjótharður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×