Kalla eftir fundi með Rússum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. febrúar 2022 00:05 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Getty/Bernd von Jutrczenka Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, segir rússnesk yfirvöld ekki hafa brugðist við fyrirspurnum þeirra um ástæður aukinnar viðveru rússneskra hermanna á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hafði Kuleba farið fram á það síðastliðinn föstudag að Rússar myndu svara fyrir viðveru hermannanna en engin svör höfðu borist. Kuleba sagði þá næsta skref vera að krefjast fundar í samræmi við reglur Vínarskjalsins svokallaða, grundvallarsamnings um öryggissamvinnu í Evrópu, innan 48 klukkustunda þar sem Rússar myndu svara fyrir áform sín. Um hundrað þúsund rússneskir hermenn eru nú á landamærunum og er óttast að innrás sé yfirvofandi. Yfirvöld í fjölmörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa beint því til ríkisborgara sinna að yfirgefa landið vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Rússnesk yfirvöld hafa þó alfarið neitað því að þeir stefni á að ráðast inn í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti, ræddi símleiðis við Vladimír Pútím Rússlandsforseta í gær og varaði við því að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi. Símtal þeirra bar þó lítinn árangur. Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi þá við Biden í dag en þar sem Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjálfur sagðist Zelenskík ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir því að Rússar væru að skipuleggja árás inn í Úkraínu. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, segir rússnesk yfirvöld ekki hafa brugðist við fyrirspurnum þeirra um ástæður aukinnar viðveru rússneskra hermanna á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hafði Kuleba farið fram á það síðastliðinn föstudag að Rússar myndu svara fyrir viðveru hermannanna en engin svör höfðu borist. Kuleba sagði þá næsta skref vera að krefjast fundar í samræmi við reglur Vínarskjalsins svokallaða, grundvallarsamnings um öryggissamvinnu í Evrópu, innan 48 klukkustunda þar sem Rússar myndu svara fyrir áform sín. Um hundrað þúsund rússneskir hermenn eru nú á landamærunum og er óttast að innrás sé yfirvofandi. Yfirvöld í fjölmörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa beint því til ríkisborgara sinna að yfirgefa landið vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Rússnesk yfirvöld hafa þó alfarið neitað því að þeir stefni á að ráðast inn í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti, ræddi símleiðis við Vladimír Pútím Rússlandsforseta í gær og varaði við því að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi. Símtal þeirra bar þó lítinn árangur. Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi þá við Biden í dag en þar sem Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjálfur sagðist Zelenskík ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir því að Rússar væru að skipuleggja árás inn í Úkraínu.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31
Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21