Innlent

Dagur leiðir listann og Heiða Björg í öðru sæti

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk 2.419 atkvæði í fyrsta sæti. 
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk 2.419 atkvæði í fyrsta sæti.  VÍSIR/VILHELM

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag en valið fór fram með rafrænum hætti um helgina. Alls greiddu 3.036 flokksfélagar og stuðningsmenn atkvæði og var kjörsókn því um 50,2 prósent.

Dagur B. Eggertsson leiðir listann þar sem hann fékk 2.419 atkvæði í fyrsta sæti og því afgerandi niðurstaða fyrir borgarstjórann. 

Heiða Björg Hilmisdóttir skipar annað sæti listans með 1.926 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá er Skúli Helgason í þriðja sæti með 1.104 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.

Sabine Leskopf er í fjórða sæti þar sem hún hlaut 910 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti, Hjálmar Sveinsson er í því fimmta með 1.122 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti, og Guðný Maja Riba er í sjötta sæti með 1.212 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.

Niðurstaðan fyrir sex efstu sætin er bindandi fyrir uppstillingarnefnd en í næstu sætum voru Sara Björg Sigurðardóttir í sjöunda sæti og Ellen Jacqueline Calmon í áttunda sæti

Alls buðu sextán manns sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. 


Tengdar fréttir

„Okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður“

Varaformaður kjörstjórnar hjá Samfylkingunni harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr.

„Sam­fylkingunni ber að lúta lands­lögum“

Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×