Innlent

Tilkynnt um þekktan brotamann með skammbyssu í fórum sínum

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Vopnið fannst þegar maðurinn var handtekinn. 
Vopnið fannst þegar maðurinn var handtekinn.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um að þekktur brotamaður hafði í för með sér skotvopn í Kópavogi en að því er kemur fram í dagbók lögreglu var talið að maðurinn væri með skammbyssu.

Lögreglu tókst að hafa uppi á manninum í kjölfarið og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins.

„Vopnið fannst en við skoðun kom í ljós að um gasbyssu var líklegast að ræða. Vopnið þó keimlíkt raunverulegri skammbyssu,“ segir í dagbók lögreglu.

Í Grafarholti voru tveir aðilar handteknir vegna gruns um stórfelldan þjófnað úr matvöruverslunum. Aðilarnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar.

Þá komu upp tvö mál í umdæminu þar sem ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig sviptur ökuréttindum og hinn er grunaður um brot gegn útlendingalögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×