Juventus jafnaði á lokasekúndunum gegn Atalanta

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Atalanta komst yfir með frábæru marki Malinovsky
Atalanta komst yfir með frábæru marki Malinovsky EPA-EFE/PAOLO MAGNI

Fyrir leikinn sátu liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og það sást strax á upphafsmínútum leiksins að liðin ætluðu að gefa fá færi á sér. Mjög varfærin spilamennska einkenndi fyrri hálfleikinn og þegar að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 0-0.

Það var svo á 76. mínútu sem heimamenn í Atalanta komust yfir með marki af dýrari gerðinni. Ruslan Malinovski hamraði þá boltann í markið af um 30 metra færi úr aukaspyrnu. 1-0 og Júventus í vandræðum.

Þeim tókst þó að jafna leikinn í uppbótartíma. Paolo Dybala tók hornspyrnu sem endaði beint á kollinum á Danilo sem skallaði boltann í netið. 1-1 og þar við sat. Juventus er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig en Atalanta situr í því fimmta með 44 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira