„Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 22:45 Mikel Arteta segist vera að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig hann getur fengið sína menn til að hætta að fá rauð spjöld. David Price/Arsenal FC via Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með sigur sinna mann gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið hafi komið sér í vandræði þegar Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald í seinni hálfleik. „Við komum okkur sjálfir í vandræði með rauða spjaldinu og við þurftum að legjja aukalega á okkur,“ sagði Arteta í samtali við BBC eftir leik. „Wolves hentu sjö mönnum fram og það var erfitt að halda hreinu en við vörðumst virkilega vel inni á vítateig.“ „Við þurfum að taka einn leik í einu og það má ekki miklu muna á milli sigurs og taps. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og einbeita okkur að næsta leik.“ Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en leikmaðurinn braut tvisvar af sér í sömu sókn Úlfanna og fékk að launum tvö gul spjöld í einu. Arteta segist aldrei hafa séð annað eins. „Ég hef aldrei séð svona. Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins.“ „Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að þurfa að spila á tíu mönnum. Við þurftum að þjást mikið á seinustu tíu mínútunum. Ég hef bara aldrei séð svona.“ Leikmenn Arsenal hafa náð sér í óþarflega mörg rauð spjöld á tímabilinu og það er farið að fara í taugarnar á Arteta. „Það er ótrúlega erfitt að vinna fótboltaleiki með tíu menn inni á vellinum og við þurfum að hætta því. Við erum búnir að ræða þetta, en ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig ég á að stoppa þetta held ég.“ „Við sýndum samt karakter og ég er virkilega stoltur af strákunum. Við sýndum mikla samstöðu og liðsheild.“ „Við verðum samt að spila með ellefu menn á vellinum í seinustu 16 leikjunum okkar, það er mjög mikilvægt. Að vinna leiki með tíu menn á vellinum er mjög ólíklegt,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
„Við komum okkur sjálfir í vandræði með rauða spjaldinu og við þurftum að legjja aukalega á okkur,“ sagði Arteta í samtali við BBC eftir leik. „Wolves hentu sjö mönnum fram og það var erfitt að halda hreinu en við vörðumst virkilega vel inni á vítateig.“ „Við þurfum að taka einn leik í einu og það má ekki miklu muna á milli sigurs og taps. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og einbeita okkur að næsta leik.“ Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en leikmaðurinn braut tvisvar af sér í sömu sókn Úlfanna og fékk að launum tvö gul spjöld í einu. Arteta segist aldrei hafa séð annað eins. „Ég hef aldrei séð svona. Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins.“ „Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að þurfa að spila á tíu mönnum. Við þurftum að þjást mikið á seinustu tíu mínútunum. Ég hef bara aldrei séð svona.“ Leikmenn Arsenal hafa náð sér í óþarflega mörg rauð spjöld á tímabilinu og það er farið að fara í taugarnar á Arteta. „Það er ótrúlega erfitt að vinna fótboltaleiki með tíu menn inni á vellinum og við þurfum að hætta því. Við erum búnir að ræða þetta, en ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig ég á að stoppa þetta held ég.“ „Við sýndum samt karakter og ég er virkilega stoltur af strákunum. Við sýndum mikla samstöðu og liðsheild.“ „Við verðum samt að spila með ellefu menn á vellinum í seinustu 16 leikjunum okkar, það er mjög mikilvægt. Að vinna leiki með tíu menn á vellinum er mjög ólíklegt,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46