Kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs og sérsveitar ríkislögreglustjóra hafa komið að björgunarstarfinu og er vonast til þess að verkið klárist í dag.Vísir/Vilhelm
Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku.
Uppfært: 19:35
Búið er að ná öllum fjórum sem fórust í flugslysinu á land, samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Störfum er nú hætt á vettvangi og er unnið að því að skipuleggja aðgerðir morgundagsins. Lögreglan segir að frekari upplýsingar verði veittar í fyrramálið.
Kafbáturinn var sendur niður á botn vatnsins og notaður til að flytja hinu látnu upp að yfirborðinu þar sem kafarar tóku við þeim og komu upp í báta og í land.
Kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs og sérsveitar ríkislögreglustjóra hafa komið að björgunarstarfinu og er vonast til þess að verkið klárist í dag.
Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á Suðurlandi, á fimmta tímanum í dag.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Þingvöllum sem teknar voru í dag.
Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmBjörgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm
Smákafbátur hefur verið notaður við Þingvallavatn í dag til að sækja hina látna á botn vatnsins. Smákafbáturinn var notaður vegna þess að aðstæður voru metnar verulega hættulegar fyrir kafara.
Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst.
Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur.
Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.