Leikmenn Man. United sagðir vilja fá Pochettino sem stjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 09:01 Mauricio Pochettino er sagður vinsæll kostur meðal leikmanna Manchester United. EPA-EFE/YOAN VALAT Manchester United eru sagði spenntastir fyrir því að fá Mauricio Pochettino sem næsta knattspyrnustjóra félagsins en þetta herma heimildir innan úr herbúðum liðsins. Richard Arnold er nú tekinn við af Ed Woodward sem framkvæmdastjóri á Old Trafford og stærsta verkefnið hans á næstunni er að finna nýjan framtíðarknattspyrnustjóra liðsins. Man United's players are keen on Mauricio Pochettino becoming manager in the summer, sources have told ESPN. pic.twitter.com/TuMx9fy1Sh— ESPN FC (@ESPNFC) February 9, 2022 ESPN og fleiri fjölmiðlar slá því upp að leikmenn United vilji helst frá Pochettino en þessi fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham er nú í starfi hjá franska stórliðinu Paris Saint Germain. Pochettino hefur verið orðaður lengi við Manchetser United stöðuna en hann er á fimm manna lista þar sem Erik ten Hag hjá Ajax er einnig ofarlega á blaði. Það er vilji innan félagsins að ganga frá þessari ráðningu sem fyrst eftir tímabilið og menn þar vilja alls ekki að þetta hangi yfir þeim allt sumarið. Það þykir líklegt að Pochettino verði laus í sumar en hann hefur fengið á sig gagnrýni í Frakklandi þrátt fyrir að PSG sé með þrettán stiga forskot á toppnum. Það gæti orðið honum að falli ef félagið slær Real Madrid ekki út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Manchester United players want Mauricio Pochettino to be their next manager | @TelegraphDuckerhttps://t.co/exHEOxEbh3— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 9, 2022 ESPN hefur líka aflað sér vitneskju um það að Pochettino hafi áhuga á því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann stýrði Spurs frá 2014 til 2019. Hinn 49 ára gamli Argrenínumaður er í háum metum á Old Trafford, bæði vegna hvernig fótbolta hann spilar en einnig vegna þess að hann er viljugur til að vinna með ungum leikmönnum. Ten Hag kemur einnig sterklega til greina enda er núverandi stjóri, Ralf Rangnick, mikill aðdáandi hans. Rangnick hefur ráðið sig í tveggja ára starf sem ráðgjafi félagsins og mun því hafa áhrif á það hver tekur við. Pochettino wanted by a growing number of #mufc players to become next manager. Pochettino is still in touch with Luke Shaw and United still aiming to hire next manager before end of seasonhttps://t.co/jxyEl3yRWf— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) February 9, 2022 Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Richard Arnold er nú tekinn við af Ed Woodward sem framkvæmdastjóri á Old Trafford og stærsta verkefnið hans á næstunni er að finna nýjan framtíðarknattspyrnustjóra liðsins. Man United's players are keen on Mauricio Pochettino becoming manager in the summer, sources have told ESPN. pic.twitter.com/TuMx9fy1Sh— ESPN FC (@ESPNFC) February 9, 2022 ESPN og fleiri fjölmiðlar slá því upp að leikmenn United vilji helst frá Pochettino en þessi fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham er nú í starfi hjá franska stórliðinu Paris Saint Germain. Pochettino hefur verið orðaður lengi við Manchetser United stöðuna en hann er á fimm manna lista þar sem Erik ten Hag hjá Ajax er einnig ofarlega á blaði. Það er vilji innan félagsins að ganga frá þessari ráðningu sem fyrst eftir tímabilið og menn þar vilja alls ekki að þetta hangi yfir þeim allt sumarið. Það þykir líklegt að Pochettino verði laus í sumar en hann hefur fengið á sig gagnrýni í Frakklandi þrátt fyrir að PSG sé með þrettán stiga forskot á toppnum. Það gæti orðið honum að falli ef félagið slær Real Madrid ekki út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Manchester United players want Mauricio Pochettino to be their next manager | @TelegraphDuckerhttps://t.co/exHEOxEbh3— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 9, 2022 ESPN hefur líka aflað sér vitneskju um það að Pochettino hafi áhuga á því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann stýrði Spurs frá 2014 til 2019. Hinn 49 ára gamli Argrenínumaður er í háum metum á Old Trafford, bæði vegna hvernig fótbolta hann spilar en einnig vegna þess að hann er viljugur til að vinna með ungum leikmönnum. Ten Hag kemur einnig sterklega til greina enda er núverandi stjóri, Ralf Rangnick, mikill aðdáandi hans. Rangnick hefur ráðið sig í tveggja ára starf sem ráðgjafi félagsins og mun því hafa áhrif á það hver tekur við. Pochettino wanted by a growing number of #mufc players to become next manager. Pochettino is still in touch with Luke Shaw and United still aiming to hire next manager before end of seasonhttps://t.co/jxyEl3yRWf— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) February 9, 2022
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira