Ósammála um hvað Pútín sagði Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 18:47 Emmanuel Macron og Vladimír Pútín, forsetar Frakklands og Rússlands, eftir fund þeirra í Moskvu í gær. AP/Thibault Camus Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð. Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð.
Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02