Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 19:10 Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19
Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37