Innlent

Vara við snjó­flóða­hættu á Vest­fjörðum og Trölla­skaga

Árni Sæberg skrifar
Snjóflóð hafa fallið úr hlíðinni ofan Flateyrar um helgina.
Snjóflóð hafa fallið úr hlíðinni ofan Flateyrar um helgina. Stöð 2/Arnar

Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að mörg snjófljóð hafi fallið á Vestfjörðum  3. til 5. febrúar, meðal annars úr hlíðinni ofan Flateyrar og yfir veg undir Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð. Vitað sé á viðvarandi veiku lagi í snjóþekjunni á Vestfjörðum, sem getur verið varasamt ef fólk er á ferð um brattlendi.

Á Tröllaskaga hafa tvö flóð fallið yfir Ólafsfjarðarveg um helgina og í nótt féll allstórt flóð úr Strengsgili ofan Siglufjarðar í nótt, aðfaranótt sunnudags.

Snjóflóðaspá fyrir bæði svæðin er rauð.

Veðurstofa Íslands

„Í ljósi þessara aðstæðna er rétt er að vara ferðafólk og vegfarendur sem fara um svæði þar sem snjóflóðahætta er,“ segir í færslu á Facebooksíðu Veðurstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×