Friðrik Ómar tekinn við af Loga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 14:05 Friðrik Ómar mun stýra Síðdegisþættinum á K100 með Sigurði Gunnarssyni í stað Loga Bergmanns. Vísir/Samsett Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. Logi Bergmann tilkynnti 6. janúar síðastliðinn að hann væri farinn í frí. Það var sama dag og fjórir aðrir menn tilkynntu að þeir væru farnir í leyfi eða hættir störfum eftir að þeir voru bendlaðir við ásakanir Vítalíu Lazarevu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Hver maðurinn af fætur öðrum hafði sagt af sér eða farið í leyfi þennan dag og í upphafi Síðdegisþáttarins á K100 tilkynnti Logi að hann hyggðist fara í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem hefur stjórnað þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi yfirgaf stúdíóið þegar þátturinn var hálfnaður og um kvöldið lýsti hann því yfir að hann væri saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkenndi þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Friðrik Ómar hefur nú tekið við keflinu af Loga, en það tilkynnti hann á Instagram í dag. Þar segist hann munu stjórna Síðdegisþættinum með Sigurði í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Logi Bergmann er þó enn starfsmaður Árvakurs að sögn Magnúsar Kristjánssonar, útvarpsstjóra K100. Logi sé enn í fríi og ekkert hafi verið ákveðið um hvenær hann mæti aftur til starfa. MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Logi Bergmann tilkynnti 6. janúar síðastliðinn að hann væri farinn í frí. Það var sama dag og fjórir aðrir menn tilkynntu að þeir væru farnir í leyfi eða hættir störfum eftir að þeir voru bendlaðir við ásakanir Vítalíu Lazarevu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Hver maðurinn af fætur öðrum hafði sagt af sér eða farið í leyfi þennan dag og í upphafi Síðdegisþáttarins á K100 tilkynnti Logi að hann hyggðist fara í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem hefur stjórnað þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi yfirgaf stúdíóið þegar þátturinn var hálfnaður og um kvöldið lýsti hann því yfir að hann væri saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkenndi þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Friðrik Ómar hefur nú tekið við keflinu af Loga, en það tilkynnti hann á Instagram í dag. Þar segist hann munu stjórna Síðdegisþættinum með Sigurði í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Logi Bergmann er þó enn starfsmaður Árvakurs að sögn Magnúsar Kristjánssonar, útvarpsstjóra K100. Logi sé enn í fríi og ekkert hafi verið ákveðið um hvenær hann mæti aftur til starfa.
MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01
Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14
Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00