Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2022 20:00 Andrés Ingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu. Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu.
Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26