Innlent

Þungunarrofum ekki fjölgað þrátt fyrir breytta löggjöf

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aðeins 0,8 prósent kvenna voru komnar lengra en 20 vikur þegar þær gengust undir þungunarrof.
Aðeins 0,8 prósent kvenna voru komnar lengra en 20 vikur þegar þær gengust undir þungunarrof.

Árið 2020 voru 962 þungunarrof framkvæmd á Íslandi, sem jafngildir 11,3 á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri, það er að segja konur á aldrinum 15 til 49 ára. Flestar kvennanna sem gegnust undir þungunarrof voru á þrítugsaldri.

Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins.

Þar segir að þrátt fyrir að löggjöf um þungunarrof hafi verið rýmkuð til muna, þannig að konur hafa nú fullt ákvörðunarvald um að óska eftir þungunarrofi fram að lokum 22. viku þungunar, þá gefi tölurnar fyrir árið 2020 ekki vísbendingar um að fjölgun hafi orðið á þungunarrofum sem eru framkvæmd síðar á meðgöngu.

„Þvert á móti var mikill meirihluti þeirra kvenna sem gekkst undir þungunarrof árið 2020 genginn skemur en 9 vikur eða liðlega 83 prósent,“ segir í talnabrunninum. Innan við tíu þungunarrof voru framkvæmd eftir meira en 20 vikur meðgöngu áirð 2020 eða um 0,8 prósent.

Um 87 prósent þungunarrofa voru framkvæmd með lyfjum.

Embætti landlæknis


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×