Innlent

Leit frestað til tíu í fyrramálið

Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa
Leit verður haldið áfram inn í kvöldið þrátt fyrir niðamyrkur.
Leit verður haldið áfram inn í kvöldið þrátt fyrir niðamyrkur. Vísir/Vilhelm

Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn.

Þetta vitum við um málið:

  • Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn
  • Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB
  • Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp
  • Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn
  • Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar.
  • Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar
  • Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg
  • Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið

Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.


Tengdar fréttir

Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar

Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×