Innlent

Á annan tug bifreiða í árekstrum á Kringlumýrarbraut

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er mikil og lúmsk hálka á götum borgarinnar svo ökumenn og aðrir vegfarendur ættu að fara að öllu með gát.
Það er mikil og lúmsk hálka á götum borgarinnar svo ökumenn og aðrir vegfarendur ættu að fara að öllu með gát. Vísir/Egill

Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki verið óskað eftir sjúkrabifreið á Kringlumýrarbrautina en farið var í eitt útkall í miðborginni, þar sem meiðsl reyndust minniháttar.

Að sögn fulltrúa slökkviliðsins eru aðstæður á vettvangi nú í athugun hjá lgöreglu og Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×