Aubameyang og Traore kynntir hjá Barcelona og verða með í Evrópudeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. febrúar 2022 17:46 Nær Aubameyang að finna sitt fyrra form í Katalóníu? vísir/getty Spænska stórveldið Barcelona kynnti tvo nýjustu leikmenn sína með pompi og pragt á Nývangi í dag. Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira