Aubameyang og Traore kynntir hjá Barcelona og verða með í Evrópudeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. febrúar 2022 17:46 Nær Aubameyang að finna sitt fyrra form í Katalóníu? vísir/getty Spænska stórveldið Barcelona kynnti tvo nýjustu leikmenn sína með pompi og pragt á Nývangi í dag. Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Sjá meira
Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Sjá meira