Erlent

Höfðum stolið úr grafhýsum í kirkjugarði í Melbourne

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla segir þjófnaðina mögulega tengjast iðkun Satanisma.
Lögregla segir þjófnaðina mögulega tengjast iðkun Satanisma.

Lögregluyfirvöld í Melbourne í Ástralíu rannsaka nú þjófnað á höfðum sem var stolið í Footscrey-kirkjugarðinum. Þjófnaðirnir áttu sér stað í tveimur aðskildum atvikum í janúar en lögregla segir ómögulegt að segja hvað hinum óprúttnu aðilum gengur til.

Líkamsleifarnar sem um ræðir höfðu verið lagðar til hinstu hvílu í svokölluðum leghöllum. Upp komst um þjófnaðinn þegar tilkynnt var um skemmdarverk en ekki var að sjá að annað hefði verið tekið en höfuðin.

Annað atvikið átti sér stað aðfaranótt 28. janúar og hitt aðfaranótt 1. febrúar.

Ekki er vitað til þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra einstaklinga hvers höfuð voru tekin en lögregla segir þjófnaðina hafa valdið ástvinum viðkomandi einstaklinga verulegum þjáningum.

Guardian hefur eftir rannsóknarlögreglumanninum Ben Jarman að lögregla hafi ekki hugmynd um hvað þjófunum hefur gengið til en sagði ekki útilokað að þjófnaðirnir tengdust iðkun Satanisma.

Jarman sagði lögreglu ekki vera kunnugt um aðra þjófnaði af þessu tagi í Viktoríu. Þjófarnir hefðu skilið eitthvað eftir á vettvangi en það krefðist töluverðrar fyrirhafnar að komast inn í grafhýsin og að fjarlægja höfuðin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.