Erlent

Goldberg skikkuð í tveggja vikna frí þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Goldberg baðst strax afsökunar á ummælum sínum en það virðist ekki hafa dugað til.
Goldberg baðst strax afsökunar á ummælum sínum en það virðist ekki hafa dugað til. epa/Justin Lane

Leikkonan og þáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur verið skikkuð í tveggja vikna leyfi í kjölfar ummæla sem hún lét falla um Helförina. 

Goldberg var harðlega gagnrýnd fyrir að hafa haldið því fram í spjallþættinum The View að Helförin hefði ekki snúist um kynþátt, heldur grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. 

Hún var fljót að biðjast afsökunar og sagðist myndu læra af atvikinu en stjórnendur ABC sjónvarpsstöðvarinnar greindi frá því í gær að hún hefði engu að síður verið send í tveggja vikna leyfi.

Kim Godwin, forseti ABC, sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að Goldberg hefði beðist afsökunar hefði hún beðið hana um að taka sér tíma til að íhuga og fræðast um þau áhrif sem ummæli hennar hefðu haft. Sjónvarpsstöðin og starfsfólk hennar stæðu með kollegum, vinum, ættingjum og samfélögum gyðinga.

Goldberg hefur ekki tjáð sig um ákvörðun stjórnenda ABC en Variety greindi frá því að ákvörðunin um að senda hana í leyfi hefði verið tekin af stjórnendum Disney, sem á ABC.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.