Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 07:30 Goldberg hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Ghost. epa/Paul Buck Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti. Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022 Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent