Bumbulið fékk „draumafélagaskipti“ og Roberto Carlos leikur með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Roberto Carlos er kannski kominn af sínu léttasta skeiði en líklega kann hann þó enn að sparka í bolta. Alex Livesey/Getty Images Roberto Carlos, fyrrum vinstri bakvörður brasilíska landsliðsins í fótbolta, mun leika einn leik með bumbuliði á Englandi eftir að liðið tók þátt í happdrætti á eBay. Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002. Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002.
Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira