Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2022 23:11 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00