Fótbolti

Albert Guðmundsson gengur til liðs við Genoa

Atli Arason skrifar
Albert Guðmundsson í landsleik gegn Þýskalandi.
Albert Guðmundsson í landsleik gegn Þýskalandi. Vísir/Hulda Margrét

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur samið við ítalska félagið Genoa en félagið staðfesti félagaskiptin í dag.

Kaupverðið er talið vera um 1,2 milljónir evra eða 172 milljónir króna.

Albert er 24 ára gamall og kemur til Genoa frá hollenska félaginu AZ Alkmaar en Albert hefur leikið þar síðustu fjögur ár og skorað 24 mörk í 98 leikjum. Albert hefur að auki spilað 29 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og skorað í þeim 6 mörk.

Genoa er í 19. sæti ítölsku Serie A deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti. Genoa hefur leikið í efstu deild á Ítalíu samfleytt síðustu 15 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×