Portúgalskir Sósíalistar unnu óvæntan sigur Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 07:18 António Costa hefur gegnt embætti forsætisráðherra Portúgals frá árinu 2015. EPA Sósíalistaflokkurinn í Portúgal vann óvæntan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Þetta var í annað sinn í sögunni sem flokkurinn nær hreinum meirihluta á þingi. António Costa, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, boðaði til kosninganna eftir að honum mistókst að ná fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið eftir að tveir smærri flokkar ákváðu að snúa baki við stjórninni. Fyrir kosningarnar sagði Costa stöðugleika nauðsynlegan fyrir landið til að hægt yrði að tryggja efnahagslegan bata. BBC segir frá því að hægriöfgaflokkurinn Chega hafi einnig bætt við sig mönnum og sé nú þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Úrslit kosninganna komu verulega á óvart eftir að skoðanakannanir dagana fyrir kosningar bentu til þess að dregið hefði úr stuðningi kjósenda við Sósíalistaflokkinn. Sósíalistaflokkurinn tryggði sér 117 þingsæti af 230 möguleikum, níu fleiri en á síðasta þingi. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, náði inn 71 manni og Chega tólf. Áætlað er að um tíundi hver Portúgali hafi verið í einangrun vegna Covid-19 um helgina, en stjórnvöld heimiluðu þeim kjósendum einnig að mæta á kjörstað. Klæddust starfsmenn kjörstaða sérstökum hlífðarbúnaði til að taka á móti Covid-sýktum kjósendum. Portúgal Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
António Costa, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, boðaði til kosninganna eftir að honum mistókst að ná fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið eftir að tveir smærri flokkar ákváðu að snúa baki við stjórninni. Fyrir kosningarnar sagði Costa stöðugleika nauðsynlegan fyrir landið til að hægt yrði að tryggja efnahagslegan bata. BBC segir frá því að hægriöfgaflokkurinn Chega hafi einnig bætt við sig mönnum og sé nú þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Úrslit kosninganna komu verulega á óvart eftir að skoðanakannanir dagana fyrir kosningar bentu til þess að dregið hefði úr stuðningi kjósenda við Sósíalistaflokkinn. Sósíalistaflokkurinn tryggði sér 117 þingsæti af 230 möguleikum, níu fleiri en á síðasta þingi. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, náði inn 71 manni og Chega tólf. Áætlað er að um tíundi hver Portúgali hafi verið í einangrun vegna Covid-19 um helgina, en stjórnvöld heimiluðu þeim kjósendum einnig að mæta á kjörstað. Klæddust starfsmenn kjörstaða sérstökum hlífðarbúnaði til að taka á móti Covid-sýktum kjósendum.
Portúgal Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira