Íslenski boltinn

Skagamenn staðfesta ráðningu Jóns Þórs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kominn heim.
Kominn heim. Facebook/ÍA

Jón Þór Hauksson mun stýra liði Skagamanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næsta sumar.

Skagamenn hafa staðfest ráðninguna á heimasíðu sinni en fyrr í kvöld gáfu fyrrum vinnuveitendur Jóns Þórs hjá B-deildarliði Vestra að Jón Þór væri hættur þjálfun liðsins og myndi taka við ÍA.

Jón Þór tekur við Skagaliðinu af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands á dögunum.a

Knattspyrnudeild ÍA þurfti ekki að leita langt yfir skammt en Jón Þór er uppalinn á Akranesi og hefur verið búsettur þar ásamt fjölskyldu sinni þrátt fyrir að hafa þjálfað Vestra undanfarið ár. Jón Þór starfaði síðast fyrir ÍA árið 2017 en hefur síðan þá starfað fyrir Stjörnuna og sem A-landsliðsþjálfari kvenna áður en hann tók við Vestra.

„Ég vil byrja á því að þakka Vestra fyrir sýndan skilning og að gefa mér kost á að taka við mínu uppeldisfélagi. ÍA er félag sem allir vilja leiða og ég er stoltur af því að stjórn félagsins leitaði til mín. Framtíð knattspyrnunnar á Akranesi er björt, margar stjörnur íslenskrar knattspyrnu koma frá Akranesi og efniviðurinn er góður,“ segir Jón Þór í tilkynningu Skagamanna í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×