Erlent

Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu í gær.
Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu í gær. Getty/Emmanuele Contini

Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú.

Forystumenn þingflokkanna lýstu yfir miklum létti og þökkuðu hinum áttræða Mattarella fyrir að samþykkja að sitja áfram í eitt kjörtímabil, eftir að þinginu tókst ekki að sammælast um eftirmann hans. Þingmenn höfðu gengið sjö sinnum til kosninga um næsta forseta landsins án niðurstöðu. 

Spennan var því mikil á ítalska þinginu, sem má vart við nokkrum óstöðugleika, þar sem ríkisstjórnir hafa yfirleitt ekki lifað af nema í um ár að undanförnu. 

Mario Draghi forsætisráðherra hafði sóst eftir forsetaembættinu en mun halda áfram sem forsætisráðherra. Hann þakkaði Mattarella fyrir að koma til móts við þingið og sagði kjör hans mikinn sigur fyrir Ítali. 


Tengdar fréttir

Ekki enn tekist að kjósa nýjan forseta á Ítalíu

Ekki náðist samstaða meðal ítalskra þingmanna í dag um hver skyldi verða næsti forseti landsins, annan daginn í röð. Þingmenn gengu aftur til kosninga í dag en leiðtogar stjórnmálaflokkanna eru ósammála um hver eigi að taka við.

Endurtaka forsetakosningar á Ítalíu

Ítalskir þingmenn náðu ekki samstöðu um hver skyldi verða næsti forseti landsins í gær þegar leynileg kosning fór fram í þinginu. Leiðtogar stjórnmálaflokka funda nú til þess að komast að samstöðu um forsetaframbjóðanda og koma í veg fyrir stjórnarkreppu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×