Erlent

Endurtaka forsetakosningar á Ítalíu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu er talinn líklegastur til að hreppa forsetaembættið.
Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu er talinn líklegastur til að hreppa forsetaembættið. Getty/Matteo Minnella

Ítalskir þingmenn náðu ekki samstöðu um hver skyldi verða næsti forseti landsins í gær þegar leynileg kosning fór fram í þinginu. Leiðtogar stjórnmálaflokka funda nú til þess að komast að samstöðu um forsetaframbjóðanda og koma í veg fyrir stjórnarkreppu.

Mario Draghi, forsætisráðherra landsins, er talinn líklegastur til að verða fyrir valinu en flokksmenn hans hafa þó áhyggjur af því að taki hann við forsetaembættinu gæti það orðið samsteypustjórnini að falli og boða þurfi til nýrra þingkosninga. 

Þingmenn munu ganga aftur til kosninga um forsetaefni í dag eftir að meirihluti þeirra 1.008 fulltrúa skilaði inn auðum seðli í gær. Kosningar til forseta stóðu yfir í rétt tæpa fimm klukkutíma í gær. 

Forsetaembættið á Ítalíu er ekkert sérlega valdamikið en forseti getur oft haft mikil áhrif á stjórnmálin. Kallað er reglulega til aðkomu forseta þegar upp koma stjórnmálakreppur í landinu, þar sem ríkisstjórnin lifa sjaldan í meira en ár að meðaltali. 

Draghi hefur lýst yfir miklum vilja til að taka við embættinu en stærstu stjórnmálaflokkarnir hafa ekki lýst yfir stuðningi við hann. Margir hræðast að kjör hans muni setja baráttuna gegn kórónuveirunni í uppnám og að styrkveiting vegna efnahagsáhrifa faraldursins frá Evrópusambandinu muni frestast. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.