Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2022 18:59 Aðalgeir segir hætt við gjaldþrotum í greininni, í það minnsta að til fjöldauppsagna komi. Galtómur Laugavegurinn hefur verið aðgeng sýn undanfarin tvö árin. vísir/vilhelm/aðsend Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. Þolinmæði veitingamanna er á þrotum. „Já, það má segja það. Viðbragðstíminn er óviðunandi og stjórnvöld virðast ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins",“ segir Aðalgeir Ásvaldsson formaður SVEIT. Veitingamenn, sem hafa mátt þreyja þorrann við mismikinn skilning stjórnvalda á Covid-tímum telja nú að mælirinn sé fullur. Þeir lýsa yfir miklum vonbrigðum með þær afléttingaráætlanir sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað. Þar sé gengið alltof skammt í frjálsræðisátt ef veitingageirinn á að ná vopnum sínum. Í samtölum Vísis við veitingamenn kemur fram ótti um að fjöldagjaldþrot blasi nú við í greininni. „Í það minnsta að til fjöldauppsagna gæti komið. Sú er staðan sem er búið að búa til fyrir okkur,“ segir Aðalgeir. Engin atvinnugrein þolir annað eins og þetta Í yfirlýsingunni segir að SVEIT fagni því að fyrstu skref afléttinga á samkomubanni séu nú tekin en harma jafnframt að ekki skuli gengið lengra í frelsisátt: „Á undanförnum mánuðum hafa veitingahús orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna ákvarðana stjórnvalda og neyðarástand skapast í greininni. Brýnt er að stjórnvöld bæti tjónið með viðeigandi aðgerðum og það tafarlaust, enda eru mörg veitingafyrirtæki í miklum vanda. Ljóst er að launagreiðslur um mánaðamótin verða mjög þungar. „Rekstraraðilar hafa barist í bökkum vegna samkomutakmarkana undanfarin tvö ár, en reynt með öllum ráðum til að halda sér á floti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir áætlanir með að rifa seglin í sóttvörnum. Veitingamönnum þykir þar tekin hænuskerf sem engan veginn dugi til að reisa þá úr öskustó.Vísir/Vilhelm Þetta hafa flestir rekstraraðilar gert með ómældu vinnuframlagi, skuldsetningu eða tæmt varasjóði sína. Á síðastliðnum 689 dögum hafa veitingahús starfað við fullt frelsi í eingöngu 34 daga, en annars hafa stjórnvöld skert frelsi þeirra til tekjuöflunar. Engin atvinnugrein þolir slíkar skorður á sinni starfsemi og nokkrar góðar vikur bæta á engan hátt það tjón sem orðið hefur á undanförnum tveimur árum vegna fyrirmæla stjórnvalda, sem gjarnan hefur hert tökin án fyrirvara.“ Segja réttur til atvinnufrelsis fótum troðinn Þá harmar SVEIT að gengið sé á stjórnarskrárvarin rétt fólks til atvinnufrelsis, án eðlilegra skaðabóta, eins og það er orðað. Auk þess sem sett er fram sú krafa að tjónið verði bætt á sanngjarnan hátt áður en það verður of seint fyrir fleiri fyrirtæki í greininni. Þó Aðalgeir sé brosmildur á þessari mynd er honum sannarlega ekki hlátur í huga. Hann er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, félagsskapur sem telur um hundrað fyrirtæki, og segir alltof rólega farið í afléttingum. „Ófyrirsjáanleikinn, langur viðbragðstími og gjörsamlega óviðunandi starfsumhverfi fyrirtækja á veitingamarkaði sökum samkomubanns er til skammar í okkar „frjálsa hagkerfi“ og lýðræðislega samfélagi. Því kallar SVEIT eftir beinum stuðningi tafarlaust!“ Í yfirlýsingunni er jafnframt komið inn á að fyrir liggi frumvarp með þeim yfirlýsta tilgangi að bæta umrætt tjón. Því fagnar félagið, sem telur um tæplega hundrað fyrirtæki, en telur þó þau áform ekki í neinu samræmi við fyrirliggjandi skaða. „Hámarksbætur eru ekki í samræmi við þann fjárhagsvanda sem meirihluti veitingastaða eru komnir í. Ekki er heldur tekið tillit til hækkunar launakostnaðar, annars rekstrarkostnaðar og hækkunar opinberra gjalda á greinina, sem hefur aukið byrðar veitingastaða. Þrepaskipt skilyrði fyrir skaðabótum vegna tekjutaps eru ekki byggð upp með réttum hvata.“ Sárið ekki lagað með plástri Hvatt er til þess að nota þekkt úrræði frá fyrstu mánuðum heimsfaraldurs svo sem Styrkur með starfi, enda sé í þeim fólgin jákvæður hvati sem styðji við þann hluta rekstrar sem mest er nauðsyn á. „Það er með öllu óásættanlegt að eftir þriggja mánaða tímabil harðra samkomutakmarkana sé eina aðstoð frestun staðgreiðslu og tryggingargjalds. Gálgafrestur sem leysir ekki vandann heldur frestar honum. Eftir tveggja ára baráttu er sárið stærra en svo, að það verði lagað með plástri,“ segir í yfirlýsingunni en henni lýkur með afdráttarlausri áskorun: SVEIT skorar á stjórnvöld að horfast í augu við alvarleika málsins og koma fram með beina aðstoð tafarlaust!“ Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar við afléttingar Breytingar frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný. Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns. Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný. Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00. Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis, þ.e. með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Þolinmæði veitingamanna er á þrotum. „Já, það má segja það. Viðbragðstíminn er óviðunandi og stjórnvöld virðast ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins",“ segir Aðalgeir Ásvaldsson formaður SVEIT. Veitingamenn, sem hafa mátt þreyja þorrann við mismikinn skilning stjórnvalda á Covid-tímum telja nú að mælirinn sé fullur. Þeir lýsa yfir miklum vonbrigðum með þær afléttingaráætlanir sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað. Þar sé gengið alltof skammt í frjálsræðisátt ef veitingageirinn á að ná vopnum sínum. Í samtölum Vísis við veitingamenn kemur fram ótti um að fjöldagjaldþrot blasi nú við í greininni. „Í það minnsta að til fjöldauppsagna gæti komið. Sú er staðan sem er búið að búa til fyrir okkur,“ segir Aðalgeir. Engin atvinnugrein þolir annað eins og þetta Í yfirlýsingunni segir að SVEIT fagni því að fyrstu skref afléttinga á samkomubanni séu nú tekin en harma jafnframt að ekki skuli gengið lengra í frelsisátt: „Á undanförnum mánuðum hafa veitingahús orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna ákvarðana stjórnvalda og neyðarástand skapast í greininni. Brýnt er að stjórnvöld bæti tjónið með viðeigandi aðgerðum og það tafarlaust, enda eru mörg veitingafyrirtæki í miklum vanda. Ljóst er að launagreiðslur um mánaðamótin verða mjög þungar. „Rekstraraðilar hafa barist í bökkum vegna samkomutakmarkana undanfarin tvö ár, en reynt með öllum ráðum til að halda sér á floti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir áætlanir með að rifa seglin í sóttvörnum. Veitingamönnum þykir þar tekin hænuskerf sem engan veginn dugi til að reisa þá úr öskustó.Vísir/Vilhelm Þetta hafa flestir rekstraraðilar gert með ómældu vinnuframlagi, skuldsetningu eða tæmt varasjóði sína. Á síðastliðnum 689 dögum hafa veitingahús starfað við fullt frelsi í eingöngu 34 daga, en annars hafa stjórnvöld skert frelsi þeirra til tekjuöflunar. Engin atvinnugrein þolir slíkar skorður á sinni starfsemi og nokkrar góðar vikur bæta á engan hátt það tjón sem orðið hefur á undanförnum tveimur árum vegna fyrirmæla stjórnvalda, sem gjarnan hefur hert tökin án fyrirvara.“ Segja réttur til atvinnufrelsis fótum troðinn Þá harmar SVEIT að gengið sé á stjórnarskrárvarin rétt fólks til atvinnufrelsis, án eðlilegra skaðabóta, eins og það er orðað. Auk þess sem sett er fram sú krafa að tjónið verði bætt á sanngjarnan hátt áður en það verður of seint fyrir fleiri fyrirtæki í greininni. Þó Aðalgeir sé brosmildur á þessari mynd er honum sannarlega ekki hlátur í huga. Hann er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, félagsskapur sem telur um hundrað fyrirtæki, og segir alltof rólega farið í afléttingum. „Ófyrirsjáanleikinn, langur viðbragðstími og gjörsamlega óviðunandi starfsumhverfi fyrirtækja á veitingamarkaði sökum samkomubanns er til skammar í okkar „frjálsa hagkerfi“ og lýðræðislega samfélagi. Því kallar SVEIT eftir beinum stuðningi tafarlaust!“ Í yfirlýsingunni er jafnframt komið inn á að fyrir liggi frumvarp með þeim yfirlýsta tilgangi að bæta umrætt tjón. Því fagnar félagið, sem telur um tæplega hundrað fyrirtæki, en telur þó þau áform ekki í neinu samræmi við fyrirliggjandi skaða. „Hámarksbætur eru ekki í samræmi við þann fjárhagsvanda sem meirihluti veitingastaða eru komnir í. Ekki er heldur tekið tillit til hækkunar launakostnaðar, annars rekstrarkostnaðar og hækkunar opinberra gjalda á greinina, sem hefur aukið byrðar veitingastaða. Þrepaskipt skilyrði fyrir skaðabótum vegna tekjutaps eru ekki byggð upp með réttum hvata.“ Sárið ekki lagað með plástri Hvatt er til þess að nota þekkt úrræði frá fyrstu mánuðum heimsfaraldurs svo sem Styrkur með starfi, enda sé í þeim fólgin jákvæður hvati sem styðji við þann hluta rekstrar sem mest er nauðsyn á. „Það er með öllu óásættanlegt að eftir þriggja mánaða tímabil harðra samkomutakmarkana sé eina aðstoð frestun staðgreiðslu og tryggingargjalds. Gálgafrestur sem leysir ekki vandann heldur frestar honum. Eftir tveggja ára baráttu er sárið stærra en svo, að það verði lagað með plástri,“ segir í yfirlýsingunni en henni lýkur með afdráttarlausri áskorun: SVEIT skorar á stjórnvöld að horfast í augu við alvarleika málsins og koma fram með beina aðstoð tafarlaust!“ Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar við afléttingar Breytingar frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný. Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns. Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný. Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00. Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis, þ.e. með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum.
Breytingar frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný. Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns. Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný. Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00. Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis, þ.e. með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira