Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 11:38 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti næstu skref í faraldrinum í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Nýja reglugerðin gildir til og með 24. febrúar en tíu manna samkomubann hefur verið í gildi frá 15. janúar. Sóttvarnalæknir telur, að uppfylltum skilyrðum, skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt. Það miðast við að núverandi forsendur haldi, það er að ekki komi upp ný afbrigði veirunnar eða aukning verði á alvarlegum veikindum sem valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða of mikil veikindaforföll starfsmanna verði í ýmsum fyrirtækjum sem skapi neyðarástand. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra fóru einnig yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Gætu farið fyrr eða seinna í afléttingar Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur sóttvarnalæknir fram áætlun að afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða sem hann telur rétt að gera í skrefum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hyggjast hafa afléttingaráætlunina til hliðsjónar vegna næstu afléttinga og verður staðan metin reglulega, einkum álag á heilbrigðiskerfið, og verður brugðist við í samræmi við stöðuna. Að sögn ríkisstjórnarinnar getur þetta þýtt að ráðist verði fyrr í afléttingar en áætlunin gerir ráð fyrir eða þeim frestað ef forsendur breytast, svo sem vegna nýrra afbrigða veirunnar. Heilbrigðisráðherra vék frá tillögum sóttvarnalæknis um fyrstu afléttingarnar sem taka gildi á miðnætti með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Neyðarástand geti skapast á mörgum vinnustöðum Sóttvarnalæknir áréttar í minnisblaði sínu að meðan á afléttingum stendur megi búast við að samfélagssmitum muni fjölga tímabundið sem geti bæði haft þau áhrif að þeim sem veikist alvarlega fjölgi en jafnframt geti starfsemi margra fyrirtækja raskast vegna veikinda starfsmanna. Neyðarástand geti því skapast á mörgum vinnustöðum sem krefjist sérstakra úrræða og fyrirtæki þurfi að vera undir það búin að starfa í einhvern tíma með skertu vinnuafli. Að sögn sóttvarnalæknis er mikilvægt að hafa í huga að faraldrinum ljúki ekki hér á landi fyrr en gott samfélagslegt ónæmi hafi skapast, sem gæti náðst eftir tæpa tvo mánuði. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsi í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að á sínum stutta tíma í embætti hafi hann fengið mörg minnisblöð frá sóttvarnalækni en hið nýjasta væri það bjartasta til þessa. Willum fagnaði þessum tímamótunum og sagði mikilvægt að auka fyrirsjáanleika í aðgerðum. Næstu skref muni taka mið af aðstæðum hverju sinni. Breytingar frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný. Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns. Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný. Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00. Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis, þ.e. með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Nýja reglugerðin gildir til og með 24. febrúar en tíu manna samkomubann hefur verið í gildi frá 15. janúar. Sóttvarnalæknir telur, að uppfylltum skilyrðum, skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt. Það miðast við að núverandi forsendur haldi, það er að ekki komi upp ný afbrigði veirunnar eða aukning verði á alvarlegum veikindum sem valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða of mikil veikindaforföll starfsmanna verði í ýmsum fyrirtækjum sem skapi neyðarástand. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra fóru einnig yfir stöðuna. Vísir/Vilhelm Gætu farið fyrr eða seinna í afléttingar Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur sóttvarnalæknir fram áætlun að afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða sem hann telur rétt að gera í skrefum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hyggjast hafa afléttingaráætlunina til hliðsjónar vegna næstu afléttinga og verður staðan metin reglulega, einkum álag á heilbrigðiskerfið, og verður brugðist við í samræmi við stöðuna. Að sögn ríkisstjórnarinnar getur þetta þýtt að ráðist verði fyrr í afléttingar en áætlunin gerir ráð fyrir eða þeim frestað ef forsendur breytast, svo sem vegna nýrra afbrigða veirunnar. Heilbrigðisráðherra vék frá tillögum sóttvarnalæknis um fyrstu afléttingarnar sem taka gildi á miðnætti með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Neyðarástand geti skapast á mörgum vinnustöðum Sóttvarnalæknir áréttar í minnisblaði sínu að meðan á afléttingum stendur megi búast við að samfélagssmitum muni fjölga tímabundið sem geti bæði haft þau áhrif að þeim sem veikist alvarlega fjölgi en jafnframt geti starfsemi margra fyrirtækja raskast vegna veikinda starfsmanna. Neyðarástand geti því skapast á mörgum vinnustöðum sem krefjist sérstakra úrræða og fyrirtæki þurfi að vera undir það búin að starfa í einhvern tíma með skertu vinnuafli. Að sögn sóttvarnalæknis er mikilvægt að hafa í huga að faraldrinum ljúki ekki hér á landi fyrr en gott samfélagslegt ónæmi hafi skapast, sem gæti náðst eftir tæpa tvo mánuði. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsi í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að á sínum stutta tíma í embætti hafi hann fengið mörg minnisblöð frá sóttvarnalækni en hið nýjasta væri það bjartasta til þessa. Willum fagnaði þessum tímamótunum og sagði mikilvægt að auka fyrirsjáanleika í aðgerðum. Næstu skref muni taka mið af aðstæðum hverju sinni. Breytingar frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum. Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný. Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns. Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný. Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00. Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis, þ.e. með því að láta nýju reglurnar taka gildi fyrr, lengja opnunartíma veitingastaða um tvær klukkustundir í stað einnar og hækka hámarksfjölda í verslunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira