Svona sér Þórólfur fyrir sér að hægt sé að aflétta öllu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 12:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissyni á blaðamannafundi vegna afléttingaáætlunar í morgun. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Gangi allt að óskum er stefnt að því að öllum innanlandsaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði hætt þann 14. mars. Reiknað er með að reglur um einangrun og sóttkví verði afnumdar frá og með 24. febrúar Þetta er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem finna má drög að aðgerðaráætlun um þau skref sem taka á í átt að fullri afléttingu. Í máli ráðherra í dag þar sem fyrstu skref áætlunarinnar voru kynnt kom fram að stefnt væri að því að fylgja þessari áætlun Þórólfs, gangi allt að óskum. Hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði Fyrstu skrefin taka gildi á miðnætti. Þórólfur vildi reyndar að þau tækju gildi þann 3. febrúar næstkomandi, en ríkisstjórnin ákvað að flýta gildistöku afléttingarinnar, auk þess sem að opnunartími veitingastaða verður klukkutíma lengur en Þórólfur lagði til. Helstu skrefin í aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti voru reifuð hér. Í minnisblaðinu kemur fram að hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði komi ekkert óvænt upp á. „Mikilvægt er að hafa í huga að COVID-19 faraldrinum mun ekki ljúka hér á landi fyrr en að gott samfélagslegt ónæmi (hjarðónæmi) hefur skapast sem hindrar frekari útbreiðslu. Samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónaveirunni þá virðist sem að um 20% landsmanna hafi smitast frá upphafi faraldursins til áramóta 2021/2022. Á sama tíma hafði um 9% greinst með PCR prófi. Ef hjarðaónæmi næst við 80% ónæmi í samfélaginu, þá má ætla að því marki verði náð eftir tæpa tvo mánuði ef ekkert óvænt kemur uppá,“ skrifar Þórólfur. Leggur hann eftirfarandi áætlun fram með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp á. „Ég tel skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt svo fremi að ekkert óvænt komi upp eins og ný afbrigði veirunnar, aukning verði á alvarlegum veikindum með of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða mikil veikindaforföll starfsmanna í ýmsum fyrirtækjum skapi neyðarástand,“ skrifar Þórólfur. Einangrun og sóttkví afnumin í næsta skrefi Þann 24. febrúar er reiknað með að almennar fjöldatakmarkanir verði 200 manns. Börn ekki undanþegin. Aðrar helstu tilslakanir eru eftirfarandi: Fjöldatakmarkanir fyrir sitjandi viðburði verði 1.000 manns og skylt að nota andlitsgrímur. Nándarregla verði einn metri. Börn fædd 2016 (á leikskólaaldri) og síðar verði undanþegin. Þar sem að ekki verður hægt að viðhafa nándarreglu innan- sem utandyra og eða loftræsting í rýmum ekki góð þar sé grímuskylda nema á heimilum tengdra aðila. Sund-, baðstaðir og líkamsræktarstöðvar megi hafa opið fyrir 100% af hámarksafköst og áherslu lögð á eins metra nándarreglu. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með eða án snertingar innan sem utan ÍSÍ verði heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 200 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði opin. Heimilt verði að taka á móti allt að 1000 sitjandi gestum í hverju hólfi, viðhalda skal eins metra nándarreglu milli óskyldra aðila og skylt að nota grímu á leið inn og út af viðburði og á meðan honum stendur. Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar megi hafa opið til kl. 00. Gestum verði gert að yfirgefa fyrir kl. 01:00. Veitingastaðir megi hafa opið til kl. 00 og gestir verði að hámarki 200 í rými og aðeins afgreitt í sæti. Heimilt verður að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 00. Gestum verði gert að að yfirgefa fyrir kl.01:00. Gætt skuli að eins metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur nema hjá sitjandi gestum. Grímunotkun verði skylda þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nálægðamörk utan- sem innandyra nema á heimilum. Börn fædd 2016 og síðar verði undaþegin grímuskyldu. Grímunotkun hjá börnum fæddum 2006-2015 verði í samræmi við aldur og þroska. Hvatt verði til fjarvinnu sem mest á vinnustöðum. Notkun hraðgreininga- eða PCR prófa til að fjölga í sóttvarnahólfum á viðburðum verði ekki leyfð. Reglur um einangrun og sóttkví felldar niður Einfaldar ráðleggingar frá og með 14. mars Síðasta skrefið verður svo tekið þann 14. mars næstkomandi og eru ráðleggingar Þórólfs fyrir þá dagsetningu afskaplega einfaldar: „Öllum innanlandsaðgerðum hætt“. Lesa má minnisblað Þórólfs hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem finna má drög að aðgerðaráætlun um þau skref sem taka á í átt að fullri afléttingu. Í máli ráðherra í dag þar sem fyrstu skref áætlunarinnar voru kynnt kom fram að stefnt væri að því að fylgja þessari áætlun Þórólfs, gangi allt að óskum. Hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði Fyrstu skrefin taka gildi á miðnætti. Þórólfur vildi reyndar að þau tækju gildi þann 3. febrúar næstkomandi, en ríkisstjórnin ákvað að flýta gildistöku afléttingarinnar, auk þess sem að opnunartími veitingastaða verður klukkutíma lengur en Þórólfur lagði til. Helstu skrefin í aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti voru reifuð hér. Í minnisblaðinu kemur fram að hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði komi ekkert óvænt upp á. „Mikilvægt er að hafa í huga að COVID-19 faraldrinum mun ekki ljúka hér á landi fyrr en að gott samfélagslegt ónæmi (hjarðónæmi) hefur skapast sem hindrar frekari útbreiðslu. Samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónaveirunni þá virðist sem að um 20% landsmanna hafi smitast frá upphafi faraldursins til áramóta 2021/2022. Á sama tíma hafði um 9% greinst með PCR prófi. Ef hjarðaónæmi næst við 80% ónæmi í samfélaginu, þá má ætla að því marki verði náð eftir tæpa tvo mánuði ef ekkert óvænt kemur uppá,“ skrifar Þórólfur. Leggur hann eftirfarandi áætlun fram með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp á. „Ég tel skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt svo fremi að ekkert óvænt komi upp eins og ný afbrigði veirunnar, aukning verði á alvarlegum veikindum með of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða mikil veikindaforföll starfsmanna í ýmsum fyrirtækjum skapi neyðarástand,“ skrifar Þórólfur. Einangrun og sóttkví afnumin í næsta skrefi Þann 24. febrúar er reiknað með að almennar fjöldatakmarkanir verði 200 manns. Börn ekki undanþegin. Aðrar helstu tilslakanir eru eftirfarandi: Fjöldatakmarkanir fyrir sitjandi viðburði verði 1.000 manns og skylt að nota andlitsgrímur. Nándarregla verði einn metri. Börn fædd 2016 (á leikskólaaldri) og síðar verði undanþegin. Þar sem að ekki verður hægt að viðhafa nándarreglu innan- sem utandyra og eða loftræsting í rýmum ekki góð þar sé grímuskylda nema á heimilum tengdra aðila. Sund-, baðstaðir og líkamsræktarstöðvar megi hafa opið fyrir 100% af hámarksafköst og áherslu lögð á eins metra nándarreglu. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með eða án snertingar innan sem utan ÍSÍ verði heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 200 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði opin. Heimilt verði að taka á móti allt að 1000 sitjandi gestum í hverju hólfi, viðhalda skal eins metra nándarreglu milli óskyldra aðila og skylt að nota grímu á leið inn og út af viðburði og á meðan honum stendur. Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar megi hafa opið til kl. 00. Gestum verði gert að yfirgefa fyrir kl. 01:00. Veitingastaðir megi hafa opið til kl. 00 og gestir verði að hámarki 200 í rými og aðeins afgreitt í sæti. Heimilt verður að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 00. Gestum verði gert að að yfirgefa fyrir kl.01:00. Gætt skuli að eins metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur nema hjá sitjandi gestum. Grímunotkun verði skylda þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nálægðamörk utan- sem innandyra nema á heimilum. Börn fædd 2016 og síðar verði undaþegin grímuskyldu. Grímunotkun hjá börnum fæddum 2006-2015 verði í samræmi við aldur og þroska. Hvatt verði til fjarvinnu sem mest á vinnustöðum. Notkun hraðgreininga- eða PCR prófa til að fjölga í sóttvarnahólfum á viðburðum verði ekki leyfð. Reglur um einangrun og sóttkví felldar niður Einfaldar ráðleggingar frá og með 14. mars Síðasta skrefið verður svo tekið þann 14. mars næstkomandi og eru ráðleggingar Þórólfs fyrir þá dagsetningu afskaplega einfaldar: „Öllum innanlandsaðgerðum hætt“. Lesa má minnisblað Þórólfs hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira