Alisson slapp tvisvar við rautt og Brasilía slapp með jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2022 23:13 Alisson fékk tvisvar rautt spjald í leik kvöldsins en í bæði skiptin var það tekið til baka. Santiago Arcos-Pool/Getty Images Ekvador og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira