Alisson slapp tvisvar við rautt og Brasilía slapp með jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2022 23:13 Alisson fékk tvisvar rautt spjald í leik kvöldsins en í bæði skiptin var það tekið til baka. Santiago Arcos-Pool/Getty Images Ekvador og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira