Alisson slapp tvisvar við rautt og Brasilía slapp með jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2022 23:13 Alisson fékk tvisvar rautt spjald í leik kvöldsins en í bæði skiptin var það tekið til baka. Santiago Arcos-Pool/Getty Images Ekvador og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti