Alisson slapp tvisvar við rautt og Brasilía slapp með jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2022 23:13 Alisson fékk tvisvar rautt spjald í leik kvöldsins en í bæði skiptin var það tekið til baka. Santiago Arcos-Pool/Getty Images Ekvador og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira