Alisson slapp tvisvar við rautt og Brasilía slapp með jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2022 23:13 Alisson fékk tvisvar rautt spjald í leik kvöldsins en í bæði skiptin var það tekið til baka. Santiago Arcos-Pool/Getty Images Ekvador og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
Leikurinn hófst með látum, en Emerson Royal nældi sér í gult spjald strax á fyrstu mínútu og leikmenn Ekvador voru hársbreidd frá því að uppskera mark úr aukaspyrnunni sem spjaldinu fylgdi. Það voru þó gestirnir frá Brasilíu sem tóku forystuna með marki frá Casemiro á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu. Ekki batnaði útlitið fyrir leikmenn Ekvador þegar Alexander Dominguez, markvörður liðsins, fékk beint rautt spjald aðeins á 15. mínútu leiksins. Spjaldið fékk hann fyrir að lyfta löppinni full hátt í úthlaupi með þeim afleiðingum að hann setti takkana í andlit Matheus Cunha sem var við það að sleppa í gegn. Upphaflega ætlaði dómari leiksins ekki að dæma neitt á þetta ljóta brot, en myndbandsdómgæslan greip inn í og Dominguez var sendur af velli. First there was this:Ecuador goalkeeper Dominguez in the 15th minute 🥋 #BRAxECU pic.twitter.com/cJGT2VxPBs— Sacha Pisani (@Sachk0) January 27, 2022 Brassarnir nýttu liðsmuninn ekki betur en það að fimm mínútum síðar náði Emerson Rayal sér í sitt annað gula spjald, og var því sendur beinustu leið í sturtu líkt og Dominguez. Aðeins fimm mínútum eftir það atvik virtust Brasilíumenn vera að fá sitt annað rauða spjald. Alisson Becker, markvörður liðsins, braut þá af sér á svipaðan hátt og kollegi sinn í marki Ekvador og dómarinn veifaði rauða spjaldinu. Dómarinn var þó sendur í skjáinn eftir þónokkurn tíma, og eftir að hafa tekið sér góðan tíma sjálfur ákvað hann að hætta við rauða spjaldið og gefa Alisson gult. Hann hafði metið það svo að þrátt fyrir að vissulega hafi markvörðurinn farið með löppina í andlit andstæðings síns hafi það ekki verðskuldað rautt spjald þar sem hann hafði tekið boltann fyrst og ekki farið með takkan í manninn. Alisson walked away with a yellow card after VAR overturned his initial red for this challenge 😅 pic.twitter.com/8WHafcKbl0— B/R Football (@brfootball) January 27, 2022 Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta og eftir tíu mínútur af uppbótartíma flautaði dómari leiksins til hálfleiks í stöðunni 1-0, Brasilíu í vil. Síðari hálfleikur bauð ekki alveg upp á sömu læti og sá fyrri, en bæði lið fengu þó ágætis færi til þess að skora, og heimamenn frá Ekvador náðu loks að jafna metin á 75. mínútu með marki frá Felix Torres. Þegar komið var í uppbótartíma fór Alisson í annað úthlaup sem endaði með því að hann kýldi boltann í burtu og um leið setti hann hnefann í andlitið á varamanni Ekvador, Eduar Preciado. Dómari leiksins benti á punktinn og gaf Alisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Eftir aðra langa skoðun í skjánum, bæði af sérstökum myndbandsdómurum og dómaranum sjálfum var hins vegar ákveðið að sleppa Alisson í annað skipti í leiknum og markspyrna dæmd, leikmönnum og stuðningsmönnum heimaliðsins til mikillar gremju. VAR overturns another red card for Alisson 😯 pic.twitter.com/wH45JzfX3m— ESPN FC (@ESPNFC) January 27, 2022 Hvorugt liðið náði að finna sigurmark í þeim uppbótartíma sem eftir var og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Brasilía situr sem fyrr á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki og er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM, enda hefur liðið ekki enn tapað leik. Ekvador situr í þriðja sæti riðilsins með 24 stig eftir 15 leiki og er á góðri leið með að tryggja sæti sitt á HM.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira