Innlent

Ríkis­endur­­­skoðandi skipaður ráðu­neytis­­­stjóri

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Skúli Eggert Þórðarson nýr ráðuneytisstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson nýr ráðuneytisstjóri. Stjórnarráðið

Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi.

Skúli er lögfræðingur að mennt en hefur gegnt embætti ríkisendurskoðanda síðan 2018. Áður var hann ríkisskattstjóri frá 2006 og fram að því skattrannsóknarstjóri frá árinu 1993.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu fyrr í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra skipaði Skúla í embættið lögum samkvæmt.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×