Innlent

Ríkisskattstjóri kjörinn ríkisendurskoðandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. visir/anton brink
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var kjörinn ríkisendurskoðandi á Alþingi í dag. Skúli hlaut 50 samhljóða atkvæði en þrettán þingmenn voru fjarverandi við kjörið.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lýsti því Skúla Eggert réttkjörinn ríkisendurskoðanda frá og með 1. maí næstkomandi og til næstu sex ára.

„Fyrir hönd okkar alþingismanna óska ég honum velfarnaðar í starfi og við væntum góðs af samstarfi við nýjan ríkisendurskoðanda,“ sagði Steingrímur að lokum.

Skúli Eggert hefur sinnt embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar árið 2007. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.