Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 22:37 Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var spurður út í það á fyrirspurnarfundi fyrr í dag hvernig ríkisstjórnin hygðist leysa raforkuvandann og dregið var í efa hvort ríkisstjórnin væri á sama máli um lausnina á vandanum. Fréttastofa ræddi við Orra Pál Jóhannsson þingflokksmann Vinstri grænna um málið. Er VG á móti öllum frekari virkjunum? „Nei, það er nú aldeilis ekki svo. Við höfum auðvitað talað fyrir aðgerðum til þess að sporna við þessari óheillaþróun sem að fylgir loftslagsmálunum. Og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við munum þurfa að afla einhverrar orku til þess, en það er kannski ekki alveg sama hvernig það er gert,“ segir Orri Páll. Hann segir að ríkisstjórnin hafi komið sér saman um það í stjórnarsáttmála að ljúka afgreiðslu á þriðja áfanga rammaáætlunar og telur að nú takist það, sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. „Ég hef fulla trú á því að það takist núna. Þetta er brýnt verkefni - það er að segja við náum að kortleggja og átta okkur á þessari stöðu. Gera okkur grein fyrir því sem þarf að gera og bregðast við, með það að leiðarljósi að ná utan um loftslagsvána og geta spornað gegn henni. Og ég hef fulla trú á því að okkur takist það,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld að Landsnet teldi að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjóri Landsnets hvatti landsmenn meðal annars til þess að spara rafmagn. Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var spurður út í það á fyrirspurnarfundi fyrr í dag hvernig ríkisstjórnin hygðist leysa raforkuvandann og dregið var í efa hvort ríkisstjórnin væri á sama máli um lausnina á vandanum. Fréttastofa ræddi við Orra Pál Jóhannsson þingflokksmann Vinstri grænna um málið. Er VG á móti öllum frekari virkjunum? „Nei, það er nú aldeilis ekki svo. Við höfum auðvitað talað fyrir aðgerðum til þess að sporna við þessari óheillaþróun sem að fylgir loftslagsmálunum. Og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við munum þurfa að afla einhverrar orku til þess, en það er kannski ekki alveg sama hvernig það er gert,“ segir Orri Páll. Hann segir að ríkisstjórnin hafi komið sér saman um það í stjórnarsáttmála að ljúka afgreiðslu á þriðja áfanga rammaáætlunar og telur að nú takist það, sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. „Ég hef fulla trú á því að það takist núna. Þetta er brýnt verkefni - það er að segja við náum að kortleggja og átta okkur á þessari stöðu. Gera okkur grein fyrir því sem þarf að gera og bregðast við, með það að leiðarljósi að ná utan um loftslagsvána og geta spornað gegn henni. Og ég hef fulla trú á því að okkur takist það,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld að Landsnet teldi að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjóri Landsnets hvatti landsmenn meðal annars til þess að spara rafmagn.
Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
„Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28