Enski boltinn

Traoré á leið til Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adama Traoré er að öllum líkindum á leið til Barcelona.
Adama Traoré er að öllum líkindum á leið til Barcelona. Wolverhampton Wanderers FC/Wolves via Getty Images

Spænski kantmaðurinn Adama Traoré er á leið til Barcelona frá Wolves ef marka má fjölmiðlamanninn og skúbbkónginn Fabrizio Romano. Traoré hóf feril sinn hjá Börsungum.

Samkvæmt Romano er Traoré á leið á láni til Börsunga, en lánssamningurinn mun fela í sér möguleika á kaupum í sumar þegar lánstímabilið rennur út. Traoré

Börsungar munu greiða allan launakostnað leikmannsins á meðan hann er á láni hjá félaginu. Þá þarf spænska stórveldið að reiða fram 30 milljónir evra ætli félagið að tryggja sér áframhaldandi þjónustu kantmannsins að yfirstandandi tímabili loknu. Þá kemur einnig fram í færslu Romanos að leikmaðurinn muni undirrita samninginn við Börsunga á morgun.

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur verið orðað við leikmanninn allan janúarmánuð, en reynist þetta rétt munu Antonio Conte og félagar þurfa að leita annað.

Traoré hefur ekki fundið markaskóna sína á yfirstandandi tímabili, en leikmaðurinn hefur aðeins skorað eitt mark í tuttugu leikjum og fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir það. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að hann geti komið sér af stað á ný undir stjórn Xavi hjá uppeldisfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×