Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2022 20:00 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. sigurjón ólason Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“ Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“
Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16
Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32