Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2022 20:00 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. sigurjón ólason Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“ Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“
Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16
Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32