Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 11:49 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en á morgun eru tvö ár liðin frá því óvissustig almannavarna var virkjað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en nokkur aukning hefur verið í tilfellum síðustu daga. Ríkisstjórnin hyggst kynna afléttingaráætlun á föstudag en sóttvarnalæknir telur sem fyrr mikilvægt að ekki verði farið of hratt í afléttingar og þær gerðar í skrefum til að draga úr hættu á bakslagi. Að sögn sóttvarnalæknis eru alvarleg veikindi hér á landi af völdum Covid-19 nú mun fátíðari með tilkomu ómíkron afbrigðisins og um 0,2 prósent greindra lendi nú á spítala. Þó sé það áskorun hversu útbreiddar sýkingar séu hjá öðrum inniliggjandi sjúklingum og miklar fjarvistir starfsfólks vegna Covid-19. 38 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru fjörutíu í gær. 37 sjúklingar eru á Landspítalanum en einn á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vísbendingar um að tvöfalt fleiri hafi fengið veiruna Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónuveirunni sýna að hið minnsta tuttugu prósent einstaklinga yngri en fjörutíu ára hafi líklega verið búnir að sýkjast um síðustu áramót. Á sama tíma höfðu um þrjátíu þúsund manns eða um níu prósent landsmanna greinst með PCR-prófi og þannig gætu rúmlega tvöfalt fleiri smitast af veirunni en hafa greinst. „Ef þessar forsendur eru notaðar og reiknað með að um áttatíu prósent landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi má búast við að það geti tekið en um einn og hálfan mánuð og upp í tvo mánuði að ná því marki ef fjöldi daglegra smita verður svipaður og verið hefur,“ sagði Þórólfur. Klippa: 196. upplýsingafundur almannavarna Þó þurfi að taka þessum útreikningum með fyrirvara en þeir bendi til að líklega sé ekki langt í land þar til faraldrinum fari að slota. Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi einnig að vera undir það búið að eitthvað óvænt komi upp á borð við ný afbrigði veirunnar sem geti breytt þessum áætlunum. „Ég tel hins vegar að við eigum að vera vongóð um að betri tíð sé innan seilingar og því er mikilvægt að við höldum vel á spilunum hvað varðar afléttingar og þær aðgerðir sem við erum nú að nota í baráttunni við faraldurinn þannig að eitthvert bakslag komi ekki upp á síðustu metrunum. Stefnum því hægt og örugglega að afléttingu þeirra takmarkana sem nú eru við lýði og pössum okkur á því að láta ekki útbreidd og alvarleg veikindi í samfélaginu skemma þann árangur sem við öll viljum sjá.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en á morgun eru tvö ár liðin frá því óvissustig almannavarna var virkjað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en nokkur aukning hefur verið í tilfellum síðustu daga. Ríkisstjórnin hyggst kynna afléttingaráætlun á föstudag en sóttvarnalæknir telur sem fyrr mikilvægt að ekki verði farið of hratt í afléttingar og þær gerðar í skrefum til að draga úr hættu á bakslagi. Að sögn sóttvarnalæknis eru alvarleg veikindi hér á landi af völdum Covid-19 nú mun fátíðari með tilkomu ómíkron afbrigðisins og um 0,2 prósent greindra lendi nú á spítala. Þó sé það áskorun hversu útbreiddar sýkingar séu hjá öðrum inniliggjandi sjúklingum og miklar fjarvistir starfsfólks vegna Covid-19. 38 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru fjörutíu í gær. 37 sjúklingar eru á Landspítalanum en einn á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vísbendingar um að tvöfalt fleiri hafi fengið veiruna Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónuveirunni sýna að hið minnsta tuttugu prósent einstaklinga yngri en fjörutíu ára hafi líklega verið búnir að sýkjast um síðustu áramót. Á sama tíma höfðu um þrjátíu þúsund manns eða um níu prósent landsmanna greinst með PCR-prófi og þannig gætu rúmlega tvöfalt fleiri smitast af veirunni en hafa greinst. „Ef þessar forsendur eru notaðar og reiknað með að um áttatíu prósent landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi má búast við að það geti tekið en um einn og hálfan mánuð og upp í tvo mánuði að ná því marki ef fjöldi daglegra smita verður svipaður og verið hefur,“ sagði Þórólfur. Klippa: 196. upplýsingafundur almannavarna Þó þurfi að taka þessum útreikningum með fyrirvara en þeir bendi til að líklega sé ekki langt í land þar til faraldrinum fari að slota. Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi einnig að vera undir það búið að eitthvað óvænt komi upp á borð við ný afbrigði veirunnar sem geti breytt þessum áætlunum. „Ég tel hins vegar að við eigum að vera vongóð um að betri tíð sé innan seilingar og því er mikilvægt að við höldum vel á spilunum hvað varðar afléttingar og þær aðgerðir sem við erum nú að nota í baráttunni við faraldurinn þannig að eitthvert bakslag komi ekki upp á síðustu metrunum. Stefnum því hægt og örugglega að afléttingu þeirra takmarkana sem nú eru við lýði og pössum okkur á því að láta ekki útbreidd og alvarleg veikindi í samfélaginu skemma þann árangur sem við öll viljum sjá.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira