Innlent

For­manni VG í Reykja­vík finnst á­form um land­fyllingu galin

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Elín Björk er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. 
Elín Björk er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna.  vísir/egill

For­maður Vinstri grænna í Reykja­vík leggst harð­lega gegn á­formum meiri­hlutans í borginni um að gera land­fyllingu í náttúru­lega fjöru í Skerja­firði. Þetta fari gegn náttúru­verndar­á­herslum flokksins.

Land­fyllingin yrði annar á­fangi í á­formum meiri­hlutans í borginni um hinn svo­kallaða Nýja-Skerja­fjörð, þar sem á að koma fyrir 1.300 nýjum í­búðum.

Hluti þeirra á að rísa á land­fyllingunni en sú fram­kvæmd er nú í skipu­lags- og um­sagna­ferli.

Göngustígurinn með fram fjörunni er flestum íbúum Skerjafjarðar vel kunnur.vísir/egill

Náttúru­verndar­sinnar eru ekki hrifnir af þessu enda segir í frum­mats­skýrslu um fram­kvæmdina að hún muni hafa nei­kvæð á­hrif á allt líf­kerfi svæðisins.

„Mér finnst alveg galið að ætla að fylla upp í náttúru­lega fjöru sem nýtur mikillar verndar fyrir í raun og veru lítinn hluta í­búða í þessu nýja hverfi,“ segir Elín Björk Jónas­dóttir, for­maður Reykja­víkur­fé­lags Vinstri grænna.

Á þessari mynd sést grá­litað hvar land­fyllingin á að koma við hlið Reykja­víkur­flug­vallar:

Hér sést fyrirhugað framkvæmdasvæðið afmarkað innan gulrar punktalínu. Gráa svæðið er landfyllingin en við hana á að reyna að endurskapa strönd með svipuðu lífkerfi og finnst nú í fjörunni.

Ströndin er ein af fáum á höfuð­borgar­svæðinu sem eru ó­snert og er líf­ríki hennar í raun ein­stakt. Þar finnst svo­kallað kló­þangs­klungur, sem gerir svæðið að ríkulli matar­kistu fyrir fugla.

VG stendur alltaf með náttúrunni

En hvað finnst Elínu um að hennar flokkur sem stendur fyrir náttúru­vernd sé í meiri­hluta sem talar fyrir fram­kvæmdinni?

„Ja, ég er auð­vitað ekki í borginni sjálf en VG auð­vitað stendur alltaf með náttúrunni. Það er bara einn borgar­full­trúi frá VG núna, við þurfum að bæta við okkur til að hafa meira að segja um þessi mál,“ segir Elín Björk.

Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, og íbúi í Skerjafirði.vísir/egill

„Ég held það sé bara mjög erfitt að halda þessu á lofti miðað við alla hina því það er auð­vitað kannski bara ekki meiri­hluti fyrir náttúru­vernd í nú­verandi meiri­hluta. Eða ég veit það ekki...“ heldur hún á­fram.

Standa víða vörð um náttúruleg kerfi

Eini borgar­full­trúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónar­miðum.

„Þetta eru stóru við­fangs­efnin okkar, það eru lofts­lags­breytingar af manna­völdum og þá þurfum við að standa vörð um náttúru­kerfi svo sannar­lega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneu­dóttir, borgar­full­trúi Vinstri grænna.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.vísir/egill

Ef land­fyllingin verður að raun­veru­leika verður þar reynt að koma á svipaðri strand­lengju til að líf­kerfið nái sér aftur með tíð og tíma.

„Og ég er sann­færð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúru­vernd, um­hverfis­mál, borg sem stækkar og sjálf­bær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannar­lega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðar­miklum frið­lýsingum á ýmsum ó­snertum svæðum á síðustu misserum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×